HVER ER ÁGÓÐINN?
Við hjá Stay in Hacienda heitum því að veita eignaumsjón sem skilgreint er af ágæti, heilindum og sérstöðu.
Sjái eigandinn sjálfur um leigu á eigninni, sparar hann umsýslu kostnaðinn en umsjónin þarfnast þó umtalsverðs tíma, fyrirhafnar og fagmennsku á mörgum sviðum mannlegra samskipta.
Noti eigandinn eignaumsjón sparar það mikinn tíma, gegn vægu gjaldi.
EIGNAUMSJÓN EIGANDINN SJÁLFUR
Auglýsingar og bókun
Auglýsingar á bókunarsíðum, umsjón með bókunum, öll samskipti við gesti og svör við öllum fyrirspurnum þeirra, tryggir að engar tvöfaldar bókanir geti átt sér stað.
Þarf að útvega og hafa umsjón með öllum bókunum, samskiptum og fyrirspurnum gesta. Viðkomandi þarf að skrá sig sem notanda á öllum bókunarsíðum með tilheyrandi gjöldum.
Lagalegt samræmi
Skráir leigjendur á Hospedajes vefsíðuna (veitir/skráir auðkenni allra gesta).
Þarf að skrá sig beint á Hospedajes síðuna til að geta skráð eða gefið upp auðkenni allra gesta.
Samskipti gesta
Sér um samskipti við gesti fyrir komu, á meðan og eftir dvöl þeirra. Tekur á vandamálum sem gestir kunna upplifa.
Annast öll samskipti gesta fyrir, á meðan og eftir dvöl þeirra. Tekur á vandamálum sem leigjendur upplifa.
Aðgerðir til úrbóta á staðnum
Leiðbeinir um dvöl í eigin persónu og er til staðar til að leysa úr verkefnum sem kunna að koma upp
Þarf að vera á staðnum eða hafa þjónustusamninga við aðila á staðnum til að geta brugðist snöggt við öllum verkefnum með tilheyrandi kostnaði.
Þrif & ræstingar
Stay in Hacienda sér til þess að íbúðir séu nýþrifnar við komu gesta. Samræmir komu- og brottfarartíma/dagsetningum gesta.
Þarf að sjá til þess að íbúðin sé þrifin fyrir komu gesta, annað hvort sjálf/ur eða með þjónustusamning við aðila á staðnum með tilheyrandi kostnaði.
Fjármálastjórn
Skráir greiðslur, útbýr löggildan reikning, gefur út upplýsingar fyrir skattskil, annast innheimtu og skil á tjónatryggingunni.
Þarf að halda skrár yfir tekjur og útgjöld í skattalegum tilgangi. Ber ábyrgð á innheimtu og skilum á tjónatryggingunni.
Lykla-afhending og íbúðarskoðun
Hittir gesti og afhendir lykla í eigin persónu, sýnir þeim íbúðina, sækir lykla við brottför, athugar ástand íbúðarinnar og endurgreiðirtjóna trygginguna.
Þarf að bera ábyrgð á þjónustu við leigutaka, sýna íbúðina, sækja lykla við brottför, athuga ástand íbúðarinnar og endurgreiða tjónatrygginguna.
Rúmföt
Fjarlægir óhrein rúmföt og handklæði, flytur það í þvottahúsið og skilar hreinu og tilbúnu til næsta gests.
Þarf að gera ráðstafanir til að fjarlægja lín, flytja í þvottahús og hafa tilbúið fyrir næsta gest.
Tímaskuldbinding
Áhyggjuleysi fyrir eiganda því Stay in Hacienda sinnir flestum rekstrarverkefnum.
Þarf að reikna með verulegri viðveru á öllum sviðum.
Kostnaður
Greiðir 10% af leigutekjum til Stay in Hacienda fyrir bókanir sem og árlegt umsýslugjald.
Þarf að greiða sjálfur fyrir notkun á bókunarsíðum, markaðssetningu, bókhaldi og ýmsu fleiru. En sparar sér svo sannarlega 10% af leigutekjum.
Skattur
Stay in Hacienda greiðir 20% skatt af tekjum sínum, útbýr factura (reikning) fyrir eiganda íbúðarinnar vegna skattframtals.
Þarf samt sem áður að greiða 20% skatt af tekjum sínum, útbúa löggilda reikninga og standa skil á upplýsingum fyrir skattframtal.